Fyrir liggur að þeir sem stjórna Samtökum atvinnulífsins tengjast flestir fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Margir velta því fyrir sér hvort það skýri áhugaleysið hjá þeim að ganga frá samningi við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni. Það sé ekki sami þrýstingur þrátt fyrir að félögin hafi boðað til verkfalla í þessari viku. Þá má færa fyrir því rök að fyrirtæki þessara aðila fái jafnvel aukin viðskipti komi til verkfalla á landsbyggðinni næsta fimmtudag. Í það minnsta verða forystumenn SA að svara þeirri spurningu, hver er ástæðan fyrir áhugaleysi Samtaka atvinnulífsins að ganga frá kjarasamningi við aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni?