Baráttukveðja frá Samfylkingunni í ÞingeyjarsýsluSamfylgingin í Þingeyjarsýslum samþykkti á fundi sínum eftirfarandi bókun. „Samfylkingin í Þingeyjarsýslu styður við kröfur launþega um að lágmarkslaun skuli hækkuð í 300 þúsund krónur og dagvinnulaun dugi til framfærslu. Framsýn stéttarfélag hefur lýst því yfir að aðilar á vinnumarkaði hafi áhuga á að semja beint við stéttarfélagið. Með því er vinnumarkaðurinn að gangast við þeirri staðreynd að núverandi kjarasamningar séu úr sér gengnir og ómannsæmandi. Þá krefjumst við þess að stjórnvöld axli ábyrgð og komi að lausn deilunnar.“Framsýn fagnar þessari stuðningsyfirlýsingu og kallar eftir því stjórnmálaflokkarnir taki afstöðu til kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins sem byggir á 300.000 króna lágmarkslaunum.
Baráttukveðja frá Samfylkingunni í Þingeyjarsýslu
Samfylgingin í Þingeyjarsýslum samþykkti á fundi sínum eftirfarandi bókun er varðar stuðing Framsýnar, stéttarfélags við kr. 300.000 í lágmarkslaun. Sjá bókunina:
„Samfylkingin í Þingeyjarsýslu styður við kröfur launþega um að lágmarkslaun skuli hækkuð í 300 þúsund krónur og dagvinnulaun dugi til framfærslu. Framsýn stéttarfélag hefur lýst því yfir að aðilar á vinnumarkaði hafi áhuga á að semja beint við stéttarfélagið. Með því er vinnumarkaðurinn að gangast við þeirri staðreynd að núverandi kjarasamningar séu úr sér gengnir og ómannsæmandi. Þá krefjumst við þess að stjórnvöld axli ábyrgð og komi að lausn deilunnar.“
Framsýn fagnar þessari stuðningsyfirlýsingu og kallar eftir því stjórnmálaflokkarnir taki afstöðu til kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins sem byggir á 300.000 króna lágmarkslaunum.