Stöðugur straumur í Framsýn

Mikill áhugi er fyrir inngöngu í Framsýn og daglega berast inngöngubeiðnir í félagið frá verkafólki. Til að teljast fullgildur félagi í Framsýn þurfa menn að ganga formlega í félagið með því að undirrita beiðni þess efnis sem hægt er að nálgast á skrifstofunni eða inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Greinilegt er að menn telja mikilvægt að ganga frá sínum málum svo það sé á hreinu að þeir séu félagsmenn. Til viðbótar má geta þess að samkvæmt skoðanakönnunum er Framsýn eitt virtasta stéttarfélag landsins. Húrra fyrir því.

Daglega berast beiðnir um inngöngu í Framsýn, stéttarfélag. Umsóknirnar berast víða að.