Sameiginleg atkvæðagreiðsla

Alls standa 16 stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands að sameiginlegri atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls eftir páska þar sem ekki hefur tekist að ná samningum við Samtök atvinnulífsins. Það þýðir að félagsmenn þessara félaga greiða saman atkvæði um boðun verkfalls en ekki sitt í hvoru lagi. Þetta þýðir að annað hvort eru félögin öll að fara í verkfall eða ekki. Það fer eftir því hver niðurstaðan verður úr atkvæðagreiðslunni sem hefst um næstu helgi og klárasat viku síðar.
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins verður sameiginleg.