Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða kynntu þann 4. febrúar sl. helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar en rannsókn þessi var hluti fjölþjóðlegs verkefnis með samræmdri aðferðarfræði um nægjanleika lífeyris í ríkjum Efnahags og framfarastofnun Evrópu, OECD.
Það er skemst frá því að segja að íslenska lífeyriskerfið stenst með ágætum stefnumarkandi tilmæli stofnunarinnar og stendur vel að vígi í samanburði við önnur lönd. Meðal helstu styrkleika má nefna eftirfarandi:
• Sjóðasöfnun er mikil.
• Öryggisnet almannatrygginga er mikilvægt fyrir lágtekjuhópa.
• Lífeyrisþegar framtíðarinnar fá almennt meiri lífeyri en nú er greiddur.
Nánari upplýsingar má finna á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Þar má einnig nálgast skýrsluna í heild sinni.
Íslenska lífeyrissjóðakerfið stendur vel í samanburði við önnur lönd.