Ný Vínbúð var opnuð á Kópaskeri í lok síðasta árs. Búðin er staðsett innaf versluninni Skerjakollu að Bakkagötu 10, en hún er í flokki minnstu Vínbúðanna. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um allt land.
Opnunartími Vínbúðarinnar nú í vetur er mánudaga til fimmtudaga frá 17-18 og föstudaga frá 14-18.
Erla Sólveig Kristinsdóttir heldur utan um starfsemi ÁTVR á Kópaskeri í góðu samstarfi við vínbúðina á Húsavík. Hún sagðist ánægð með viðtökurnar og ekki væri annað að heyra en viðskiptavinir vínbúðarinnar væru ánægðir með verslunina.
Erla Sólveig tekur vel á móti gestum sem koma til hennar í vínbúðina á Kópaskeri.