Þorrablót Raufarhafnar 2015

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 7. febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl. 12:00 – 13:00 og er miðaverð 4.000 krónur. Við viljum biðja fólk um að taka sig saman um hvað margir eru í þeirra hóp og tilkynna inn til nefndarinnar á póstfang olga@raufarhofn.is eða í síma 863-1374 fyrir fimmtudaginn 5. febrúar. Nefndin mun svo raða eftir bestu getu í salinn. Ekki er hægt að panta ákveðin borð.

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Að skemmtidagskrá lokinni mun hljómsveitin Nefndin leika fyrir dansi.

Að venju efnum við til samkeppni um besta botninn, en fyrriparturinn er svona:

Getuleysi er grátlegt hér,
grípa þarf til varna.

Botnum skal skila í Verslunina Urð fyrir kl. 12:00 föstudaginn 6. febrúar undir dulnefni.

Hótel Norðurljós-

býður upp á gistingu, morgunverð og þorrabakka fyrir aðeins 12.000 krónur á mann en verð á þorrabakka er 4.000 krónur á mann.

Gistiheimilið Hreiðrið –

Býður upp á – tveggja manna herbergi á 12.000 kr og eins manns á 7.000 kr.

Aldurstakmark 16 ára og eldri.

Þorrablótsnefnd:
Ragnar Axel Jóhannson
Olga Friðriksdóttir
Einar Sigurðsson
Ania Romanska
Árni Gunnarsson
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Þór Friðriksson
Ágústa Valdís Svansdóttir

(Heimasíða stéttarfélaganna var beðin um að koma þessum skilaboðum á framfæri frá Þorrablótsnefndinni)Það verður án efa mikil gleði á þorrablótinu á Raufarhöfn laugardaginn 7. febrúar. Þessi mynd er reyndar ekki frá þorrablóti heldur sumarkaffi Framsýnar á Raufarhöfn sem hefur alltaf verið vel sótt.