Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands sem skipuð er formönnum aðildarfélaga sambandsins mun koma saman í Reykjavík í dag og hefjast handa við að móta kröfugerð á hendur Samtökum atvinnulífsins er varðar launalið kjarasamnings aðila. Í lok næstu viku verður síðan væntanlega fundað með SA um kröfur aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins.
Samninganefnd SGS situr nú á fundi og vinnur að því að móta kröfugerð er varðar launalið kjarasamnings SGS og SA. Fundurinn hófst kl. 10:00.