Á laugardaginn buðu stéttarfélögin Þingeyingum og gestum þeirra upp á kaffi, tertur og ljúfa tónlist frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Um þrjúhundruð gestir komu í heimsókn og nutu veitinga og þess sem var í boði. Greinilegt var að flestir ef ekki allir voru komnir í jólastuð enda ekki margir dagar til jóla. Stéttarfélögin þakka gestunum fyrir komuna og hlý orð í þeirra garð en margir sáu ástæðu til þess að þakka stéttarfélögunum fyrir að standa fyrir jólaboðinu sem margir kunna vel að meta.
Um þrjúhundruð gestir komu í jólakaffi stéttarfélaganna síðasta laugardag.
Þessi glæsilega unga dama heitir Telma Björt Freysdóttir. Hún fékk líkt og aðrir ungir gestir bland í poka frá jólasveininum.
Og spilað líka.
Hér koma nokkrar myndir af gestum sem nutu þess að njóta góðra veitinga í boði stéttarfélaganna.