Í Morgunblaðinu um helgina er auglýsing frá Landsvirkjun þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar. Verkið fellst í byggingu stöðvarhúss og þróa undir kæliturna. Stöðvarhúsið er um 127×43 metrar að grunnfleti, en húsið skiptist í vélaasali, tengibyggingu og þjónustukjarna auk grófvinnuverkstæðis. Steyptar þrær undir kæliturna eru um 50×20 metrar að gunnfleti hvor og er dýpt þeirra um 1,5 metrar. Verkinu á að vera að fullu lokið 30. nóvember 2016.
Samkvæmt auglýsingu Landsvirkjunar hefjast framkvæmdir við stöðvarhúss fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar á næsta ári sem er afar ánægjulegt.