Fulltrúar frá Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins munu funda í dag um sérmál hópa innan sambandsins. Formaður Framsýnar tekur þátt í þessari vinnu en hann fer fyrir hópi sem ber ábyrgð á veitinga- og gistihúsasamningnum og hefst fundurinn kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara en hann fór suður í gærkvöldi. Í dag verður einnig fundað um sérmál starfsmanna í iðnaði, matvælaiðnaði, mötuneytum og fiskvinnslu. Reyndar verður einnig fundað um sérmál tækjastjórnenda, bílstjóra og byggingaverkamanna síðar í dag. Launaliður kjarasamninganna verður ekki til umræðu í dag aðeins sérmálin.
Viðræður SA og SGS hefjast í húsnæði ríkissáttasemjara í dag kl. 10:00 með umræðu um sérkjör starfsfólks í ferðaþjónustu.
Menn velta því fyrir sér hvort formaður Framsýnar mæti með tertu í karphúsið í dag en sögur herma að hann eigi afmæli í dag.