Ánægjuleg stund á Laugum

Fulltrúum Framsýnar var boðið að koma í heimsókn í framhaldsskólann á Laugum í dag. Það er í tíma í fjármálalæsi og tölfræði. Hlutverk gestanna frá Framsýn var að útskýra launaseðla og útreikning á sköttum og öðrum gjöldum sem leggjast á eða dragast af launum starfsmanna. Þá var einnig farið stuttlega yfir hlutverk stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

Á Laugum er rekinn öflugur framhaldsskóli með um 120 nemendum sem koma víða að af landinu.

Huld skrifstofu- og fjármálastjóri stéttarfélaganna fór vel yfir útreikning á launaseðlum.

Nemendur fylgdust með af miklum áhuga.

Sumir brostu meira en aðrir sem er hið hesta mál.

Svona, svona ekki fleiri myndir!

Nemendur koma víða að, af þeim 26 nemendum sem voru á fyrirlestrinum í dag voru níu heimamenn úr Þingeyjarsýslum eða 34% nemenda. Greinilegt að skólinn er í góðri sókn sem er afar ánægjulegt.

Auglýst var í skólanum hverjir væru væntanlegir í dag í heimsókn, það er Kúti (Aðalsteinn Á. Baldursson) og Huld, það er Aðalbjarnardóttir. Gaman af þessu.