Þingfulltrúar komnir heim

Þingi Alþýðusambands Íslands lauk í gær en þingið var haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Framsýn átti fjóra fulltrúa á þinginu og Þingiðn einn. Í heildina voru rétt um 300 þingfulltrúar á 41. þingi ASÍ. Verkalýðsfélag Þórshafnar átti rétt á einum fulltrúa en notfærði sér ekki þann rétt að senda fulltrúa á þingið. Þingfulltrúarnir skiluðu sér heim til Húsavíkur í seint í gærkvöldi. Hægt er að nálgast upplýsingar um þingið inn á www.asi.is

Föngulegur hópur frá Framsýn, Torfi, Ósk, Aðalsteinn og Jóna. Það gerist ekki betra.

Ó,ó, formaður Þingiðnar var á svæðinu, Jónas Kristjánsson, og var í miklu stuði á þinginu.

Og fleiri góðir og ábyrgir menn voru á þinginu. Óðinn Sigurðsson vélstjóri og fjáreigandi á Húsavík var fulltúi VM á þinginu. VM stendur fyrir félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Þingeyingar voru við störf á þinginu. Aðalgeir Ásvaldssson frá Stórutjörnum er þjónustustjóri á Hótel Nordica. Þau þekkjast vel, Ósk varaformaður Framsýnar og Aðalgeir enda unnu þau saman á sínum tíma á Eddu hótelinu á Stórutjörnum.

Þú tekur myndina, formaður Framsýnar tók þessa mynd í gærkvöldi þegar fulltrúar Framsýnar voru að leggja í langferð frá Reykjavík til Húsavíkur eftir þingið. Reyndar þurfti Ósk síðan að keyra frá flugvellinum á Húsavík heim til sín í Merki í Fnjóskadal. Hún vissi ekki að því enda hörkukona.