Menningadagar á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur verður haldinn á Raufarhöfn laugardaginn 4. október. Dagurinn er liður í menningardögum á Raufarhöfn sem standa frá 28. september til 4. október. Dagskrá menningardagana er af ýmsum toga og verða viðburðir alla daga vikunnar, fyrir heimamenn sem og gesti. Laugardagurinn er síðan þétt skipaður og hefst dagskráin kl. 15 í Faxahöllinni. Meðal dagsskráliða er líflambaskoðun, verðlaunaafhending fyrir afurðabestu ána, dagskrá fyrir börn, og síðast en ekki síst sala á hrútum sem gæti endað á uppboði.
Einnig mun Hrútavinafélagið ásamt Guðna Ágústssyni koma fram. Þegar sjálfri hrútadagsdagskránni er lokið, mun Hótel Norðurljós bjóða uppá sérstakan hrútadagsmatseðil en kl. 21 hefst hagyrðingakvöld og að því loknu stígur danshljómsveitin Dansbandið frá Akureyri á svið. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu hrútadagsins: facebook.com/hrutadagurinn
Það er full ástæða fyrir fólk að gera sér ferð til Raufarhafnar þar sem standa yfir menningardagar.