Bændur, frístundabændur og búalið á Húsavík og í nærliggjandi sveitum munu á næstu dögum ganga á fjöll og smala fé úr afrétti. Réttað verður í Tungugerðisrétt, Húsavíkurrétt, Skógarétt og Hraunsrétt um helgina. Húsavíkurrétt og Skógarétt verða á laugardaginn og Hraunsrétt og Tungugerðisrétt á sunnudaginn.
Réttað verður á svæðinu um helgina. Spáð er góðu veðri og því ætti að verða mikil stemning í réttunum.
Og það verður örugglega sungið, ekki síst í Hraunsrétt.