Vinnustaðaskírteini

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að atvinnurekendur í ferðaþjónustu skulu sjá sjá til þess að starfsmenn fái vinnustaðaskírteini þegar þeir hefja störf. Atvinnurekandi og starfsmenn hans skulu bera skírteini á sér og vera reiðubúnir að framvísa því, sé þess óskað af eftirlitsfulltrúa. Með atvinnurekanda er einnig átt við sjálfstætt starfandi einstaklinga. Framsýn hefur orðið var við misskilning hjá ferðaþjónustuaðilum sem telja að nægjanlegt sé að geta lagt fram lista með nöfnum og kennitölum starfsmanna komi eftirlitsmenn í heimsókn. Það er ekki rétt og leiðréttist það hér með.
Á vinnustaðaskírteini skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
Nafn og kennitala viðkomandi starfsmanns ásamt mynd (hafi starfsmaður ekki íslenska kennitölu skal í stað kennitölu skrá fæðingardag og ár).
Heiti atvinnurekanda eins og það er skráð í fyrirtækjaskrá kennitala.
Uppfylli atvinnurekandi ekki skyldur sínar skv. framangreindu getur það varðað sektum sbr. 6. gr. laga nr. 42/2010.
Allar nánari upplýsingar má fá á vefslóðinni www.skirteini.is. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar inn á heimasíðu Framsýnar www.framsyn.is.
Fulltrúar Framsýnar hafa farið víða um félagssvæðið í sumar og heimsótt fyrirtæki í ferðaþjónustu. Því miður eru fyrirtækin ekki að standa sig í að uppfylla reglur um vinnustaðaskýrteini með fáum undantekningum. Mikilvægt er að ferðaþjónustu fyrirtækin uppfylli þessar skyldur þeirra.