Ég kvarta ekki

Við Dimmuborgir í Mývatnssveit standa Kaffi borgir sem er veitingastaður jafnframt því sem hægt er að kaupa fatnað og minjagripi á staðnum.  Rekstraraðili staðarins er Friðrik K. Jakobsson og fjölskylda. Ekki var annað að heyra en að sumarið hefði gengið mjög vel. Lítið hefur verið um toppa, þess í stað hefur verið jafnt og þétt að gera frá því í apríl sem Friðrik sagði hið besta mál. Að sjálfsögðu var tekin umræða við Friðrik um fjölgun ferðamanna og uppbygginguna í ferðaþjónustu í Mývatnssveit, ekki síst á síðustu árum.
Friðrik hefur sterkar skoðanir á ferðaþjónustu og kom þeim vel á framfæri við talsmenn Framsýnar sem komu við hjá honum fyrir helgina.
Dimmuborgir eru með fallegri stöðum á landinu og draga að sér fjöldann allan af ferðafólki á hverju ári.
Frændurnir Lúðvík og Guðjón Valur sóma sér vel í fallegu umhverfi í Dimmuborgum en þeir starfa báðir hjá Kaffi borgum.
Arnór er góður sölumaður enda hafður í versluninni í Kaffi borgum.