Starfsmenn Framsýnar hafa í sumar fylgst vel með fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Meirihluti fyrirtækjanna er með sín mál í lagi en því miður eru allt of mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu með sín mál í miklum ólestri. Að sögn formanns Framsýnar hefur kjarasamningsbrotum á félagssvæði Framsýnar ekki fjölgað milli ára. Hann segir þar koma til, hert eftirlit félagsins. Hann skorar á félagsmenn Framsýnar að hafa samband þegar í stað telji þeir að verið sé að brjóta á þeim. Einnig ef þeir hafi upplýsingar um að verið sé að brjóta á starfsmönnum í ferðaþjónustu. Framsýn taki mjög hart á svona málum og láti þau ekki líðast.
Vel er fylgst með fyrirtækjum í ferðaþjónustu á félagssvæði Framsýnar. Það er að þau virði kjarasamninga og lög.