Vinalegt umhverfi í Vogafjósi

Það er alltaf vinalegt að koma í Vogafjós og upplifa stemninguna, það er að njóta góðra veitinga á veitingastað sem er hluti af fjósi í fullum rekstri svo ekki sé talað um útsýnið. Þegar fulltrúar Framsýnar voru þar á ferð var mikið um ferðamenn en Vogafjós leggur mikið upp úr því að vera með veitingar sem byggja á hráefni úr sveitinni sem ferðamenn kunna greinilega vel að meta.
Aðalsteinn formaður fór yfir málin með þeim Ólöfu Hallgríms og Jóhönnu Njáls. Auk þess að reka veitingasölu bíður Vogafjós upp á gistingu í 26 herbergjum. Um 35 starfsmenn eru við störf í sumar hjá fyrirtækinu og um 15 til 20 yfir veturinn.
Starfsmenn Framsýnar fengu góðar móttökur í Vogafjósi, takk fyrir það.

Sólveig var á fullu enda mikið að gera í Vogafjósi.

Það er notalegt að sitja í Vogafjósi og njóta veitinga.