Um 50 manna hópur frá Færeyjum, nánar tiltekið frá Nólsey, gerði sér ferð til Íslands fyrir helgina. Hópurinn dvelur á Íslandi fram í þessa viku. Þau komu við á Húsavík síðasta föstudag. Að því tilefni stóð Framsýn og Leikfélag Húsavíkur fyrir móttöku í fundarsal stéttarfélganna á föstudaginn.Boðið var upp á léttar veitingar og kvöldverð. Eftir móttökuna buðu gestirnir bæjarbúum og öðrum gestum upp á söng og dans í Borgarhólsskóla og var nánast fullt á samkomunni sem tókst í alla staði mjög vel. Frá Húsavík fóru þau til Siglufjarðar þar sem þau tóku þátt í þjóðlagahátíðinni sem fram fór um helgina. Sjá myndir frá móttöku Framsýnar og Leikfélags Húsavíkur:
Árni Vilhjálmsson klikkar ekki. Hann bjó til heimsins bestu fiskisúpu sem hann bauð gestunum upp á. Árni hafðu kærar þakkir fyrir þitt framlag.
Oddur Bjarni og Margrét litu við ásamt kornabarni og tóku nokkur lög ásamt Sigurði Illugasyni. Hér eru þau ásamt heiðurshjónunum Himari og Gunnvöru sem fóru fyrir hópnum.
Menn höfðu gaman af söngnum.
Að sjálfsögðu fengu allir húfur frá Framsýn enda veðrið ekki með besta móti um þessar mundir á Íslandi.
Hilmar Joensen þakkaði fyrir góðar móttökur og kallaði Aðalstein formann Framsýnar upp. Þeir félagarnar þekkjast í gegnum norrænt starf á vegum verkalýðshreyfingarinnar.
Þær stóðu vaktina ásamt fleirum, Halla Rún frá Leikfélagi Húsavíkur og Gunnþórunn og Ósk frá Framsýn.