Syngjandi og dansandi Færeyingar

Á föstudaginn 4. júlí er von á um 50 Færeyingum frá Nólsey í heimsókn til Húsavíkur. Þeir verða með skemmtun í Borgarhólsskóla um kvöldið kl. 20:00. Þar mun karlakór Nólseyjar koma fram auk þess sem dansflokkur úr eyjunni mun sína Færeyska dansa. Án efa er um að ræða frábæra skemmtun. Þess má geta að frítt er á sýninguna. Það er Framsýn og Leikfélag Húsavíkur sem koma að þessu verkefni með vinum og frændum okkar frá Færeyjum. Það er von skipuleggjenda að sem flestir sjái sér fært að heiðra Færeyingana með því að mæta á sýninguna.  Hér má sjá smá upplýsingar um hópinn sem gestirnir frá Nólsey tóku saman:
Aðeins um hópinn
Við komum frá eyjunni Nólsey, sem liggur rétt fyrir utan Þórshöfn, höfuðborg Færeyja.
Íbúar Nólseyjar eru um 220. Á eyjunni er skóli, félagsheimili, kirkja, upplýsingamiðstöð með kaffihúsi, kaupfélag og tvö kaffihús með veitingaleyfi þar sem oft er fluttur lifandi tónleikur.
Tónlistarlíf er ríkt í byggðinni, bæði innan sem utan skólans. Af þeim 14 nemendum sem ganga í skólanum eru 12 þeirra að læra á hljóðfæri, auk þess sem mikið er sungið. Veislur í Nólsey eru þekktar fyrir mikið tónlistarlíf. Oft eru 4 – 5 harmonikkur, margir gítarar, hljómborð og kraftmikill söngur í veislum.
Hugmynd að stofnun karlakórs kom upp fyrir tveimur árum. Mennirnir í kórnum eru allir Nólseyingar sem koma úr öllum stéttum samfélagsins, sjómenn, kennarar, iðnaðarmenn o.s.frv. á aldrinum 14 – 75 ára. Eftir að hafa haldið nokkra tónleika í Nólsey og í Þórshöfn, kom upp sú hugmynd að fara erlendis. Ísland varð fljótt fyrir valinu, frændþjóð okkar, auk þess sem einn af stofnendum kórsins, Björn Elísson, er Íslendingur.
Ákveðið var að þetta yrði fjölskylduferð, að farið yrði með Norrænu. Áhugi var fyrir að halda nokkra tónleika á Íslandi. Nokkur okkar hafa verið á Húsavík eða þekkja til staðarins og því varð Húsavík fyrir valinu.  Mörg af okkur eru meðlimir í Nólseyjar Dansfélagi, því varð fljótlega tekin sú ákvörðun að dans skyldi verða hluti af sýningunni. Færeyski þjóðdansinn, vikivaki, á sér alda gamlar hefðir. Hann hefur verið dansaður á öllum Norðurlöndum fyrr á tímum, einnig á Íslandi. Burt séð frá þjóðdans-sýningum þá eru það einungis Færeyingar sem dansa vikivaki í dag, í veislum, brúðkaupum og við ýmis hátíðleg tækifæri.
Karlakórinn fer fyrst og fremst að syngja færeysk lög, en þó slæðast með nokkur lög frá Norðurlöndum.
Sýndir verða nokkrir hringdansar, áður en áhorfendum gefst tækifæri til að taka þátt í færeyska þjóðdansinum, vikivaki. Við hlökkum mikið til ferðarinnar.
Sýningar verða einnig á Siglufirði, Hvammstanga og hugsanlega í Reykjavík.
Við þökkum fyrir að fá tækifæri til að sýna á Húsavík og vonumst til að það verði fjölmenni á sýningunni.

Syngjandi og dansandi FæreyingarÁ föstudaginn 4. júlí er von á um 50 Færeyingum frá Nólsey í heimsókn til Húsavíkur. Þeir verða með skemmtun í Borgarhólsskóla um kvöldið kl. 20:00. Þar mun karlakór Nólseyjar koma fram auk þess sem dansflokkur úr eyjunni mun sína Færeyska dansa. Án efa er um að ræða frábæra skemmtun. Þess má geta að frítt er á sýninguna. Það er Framsýn og Leikfélag Húsavíkur sem koma að þessu verkefni með vinum og frændum okkar frá Færeyjum. Það er von skipuleggjenda að sem flestir sjái sér fært að heiðra Færeyingana með því að mæta á sýninguna.  Hér má sjá smá upplýsingar um hópinn sem gestirnir frá Nólsey tóku saman:
Aðeins um hópinn
Við komum frá eyjunni Nólsey, sem liggur rétt fyrir utan Þórshöfn, höfuðborg Færeyja.Íbúar Nólseyjar eru um 220. Á eyjunni er skóli, félagsheimili, kirkja, upplýsingamiðstöð með kaffihúsi, kaupfélag og tvö kaffihús með veitingaleyfi þar sem oft er fluttur lifandi tónleikur.Tónlistarlíf er ríkt í byggðinni, bæði innan sem utan skólans. Af þeim 14 nemendum sem ganga í skólanum eru 12 þeirra að læra á hljóðfæri, auk þess sem mikið er sungið. Veislur í Nólsey eru þekktar fyrir mikið tónlistarlíf. Oft eru 4 – 5 harmonikkur, margir gítarar, hljómborð og kraftmikill söngur í veislum.Hugmynd að stofnun karlakórs kom upp fyrir tveimur árum. Mennirnir í kórnum eru allir Nólseyingar sem koma úr öllum stéttum samfélagsins, sjómenn, kennarar, iðnaðarmenn o.s.frv. á aldrinum 14 – 75 ára. Eftir að hafa haldið nokkra tónleika í Nólsey og í Þórshöfn, kom upp sú hugmynd að fara erlendis. Ísland varð fljótt fyrir valinu, frændþjóð okkar, auk þess sem einn af stofnendum kórsins, Björn Elísson, er Íslendingur. Ákveðið var að þetta yrði fjölskylduferð, að farið yrði með Norrænu. Áhugi var fyrir að halda nokkra tónleika á Íslandi. Nokkur okkar hafa verið á Húsavík eða þekkja til staðarins og því varð Húsavík fyrir valinu.  Mörg af okkur eru meðlimir í Nólseyjar Dansfélagi, því varð fljótlega tekin sú ákvörðun að dans skyldi verða hluti af sýningunni. Færeyski þjóðdansinn, vikivaki, á sér alda gamlar hefðir. Hann hefur verið dansaður á öllum Norðurlöndum fyrr á tímum, einnig á Íslandi. Burt séð frá þjóðdans-sýningum þá eru það einungis Færeyingar sem dansa vikivaki í dag, í veislum, brúðkaupum og við ýmis hátíðleg tækifæri.
Karlakórinn fer fyrst og fremst að syngja færeysk lög, en þó slæðast með nokkur lög frá Norðurlöndum.Sýndir verða nokkrir hringdansar, áður en áhorfendum gefst tækifæri til að taka þátt í færeyska þjóðdansinum, vikivaki. Við hlökkum mikið til ferðarinnar.
Sýningar verða einnig á Siglufirði, Hvammstanga og hugsanlega í Reykjavík.
Við þökkum fyrir að fá tækifæri til að sýna á Húsavík og vonumst til að það verði fjölmenni á sýningunni.

Það verður fjör í Borgarhólsskóla á föstudagskvöldið.