Íslenskt samfélag er fyrir alla!

Í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga og þeirra ummæla sem einn nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina lét falla um meint tengsl þvingunarhjónabanda og bænahúss fólks af ákveðinni trúarskoðun; skorar stjórn ASÍ-UNG á borgarfulltrúa í Reykjavík sem og önnur stjórnvöld í landinu að standa vörð um mannréttindi og almennt umburðarlyndi í samfélaginu. Það er óásættanlegt að raddir sem ala á tortryggni og andúð í garð einstaklinga eða hópa vegna trúarskoðana þeirra hafi hafið innreið sína í íslensk stjórnmál. Ísland á að vera samfélag fyrir alla.