Það fylgir vorinu að fara í heimsóknir til bænda og skoða lömb og annan búfénað. Það á ekki síst við um blessuð börnin sem njóta þess í botn að heimsækja bændur og búalið. Sem dæmi má nefna að leikskólabörn og starfsmenn Leikskólans Grænuvalla á Húsavík fóru í heimsókn til frístundabænda í Grobbholti á Húsavík til að skoða falleg lömb. Hér má smá myndir frá heimsókninni en um hundrað börn úr leikskólanum nutu þess að skoða lömbin í fallegu vorveðri á Skógargerðismelnum á Húsavík.