Koma við á Húsavík

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Ice­land ProTra­vel hef­ur í hyggju að hefja lysti­skipa­sigl­ing­ar umhverf­is Ísland í júní á næsta ári. Sigl­ing­arn­ar verða á veg­um dótt­ur­fé­lags­ins Ice­land ProCruises og hef­ur farþega­skip­inu MV Oce­an Diamond verið tekið á leigu til þriggja ára.

Greint er frá þessu á vef Bæj­ar­ins Besta. Þar seg­ir að Matth­ías Kjart­ans­son frá Ice­land Pro Tra­vel hafi kynnt sigl­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á árs­fundi Cruise Ice­land sam­tak­anna á Hót­el Ísaf­irði í dag. Skipið verði með heima­höfn í Reykja­vík og mun sigla hring­inn í kring­um landið. 

Í máli Matth­ías­ar kom fram að bók­an­ir fyr­ir 2015 hafi gengið vel. Skipið sigl­ir frá Reykjavík rétt­sæl­is í kring­um landið með viðkomu á Grund­arf­irði, Ísaf­irði, Sigluf­irði, Akureyri, Húsa­vík, Seyðis­firði, Höfn í Hornafirði og Vest­manna­eyj­um. Í landi verður boðið upp á afþrey­ingu á borð við göngu­ferðir, rútu­ferðir og menn­ing­ar­upp­lif­un. (þessi frétt byggir á frétt sem er á mbl.is)

 MV Oce­an Diamond hef­ur verið tekið á leigu til þriggja ára.