Kristbjörg Sigurðardóttir hvatti sér hljóðs á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina til að þakka formanni Framsýnar fyrir gott starf í þágu félagsins, sem fagnaði um þessar mundir 20 ára starfsafmæli sem formaður félagsins. Hér má sjá bút úr ræðu Kristbjargar þegar hún kallaði Aðalsteinn upp til að taka við smá gjöf frá félaginu.
„Góðir félagar hér er líka maður sem stendur á tímamótum í störfum sínum við verkalýðsmál, maður sem þekktur er fyrir fórnfýsi, dugnað og lipurð í starfi. Vakin og sofinn yfir velferð félagsmanna sinna hvort sem er að nóttu eða degi hann hefur staðið vaktina allt frá 1981 þá sem trúnaðarmaður stjórnarmaður frá 1986 og síðastliðin 20 ár sem formaður félagsins Framsýnar, já ég er að tala um Aðalstein Árna Baldursson.
Hann fór skemmtilega yfir sögu sína í ræðu sinni 1. maí. Hann er ekki að hætta enda kornungur og hraustur strákur og félagsmenn Framsýnar fá að njóta krafta hans um ófyrirsjáanlega framtíð.
Baklandið biður hann samt að setja bókina um vinnulöggjöfina á náttborðið hjá sér. Það er því vel við hæfi að færa þér smá þakklætisvott fyrir þitt ómetanlega starf og bið þig að koma og taka við gjöfinni.
Framsýn þakkar þér samveruna og þitt óeigingjarna starf í gegnum árin þín 33 sagði Kristbjörg um leið og hún færði Aðalsteini gjöf frá félaginu.“
Kristbjörg færði Aðalsteini glaðning frá félaginu fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna. Við það tækifæri færði hún einnig nýjum varaformanni Ósk Helgadóttir smá gjöf um leið og hún var boðin velkomin til starfa fyrir félagið sem varaformaður