Hátíðarhöldin fóru vel fram

Fjölmenni var á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag eða um 600 gestir. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók saman og leyfði okkur að birta sem og þau myndbönd sem eru á heimasíðunni og tengjast hátíðarhöldunum. Meðal þeirra sem komu fram, voru Karlakórinn Hreimur, Hjalti Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Ragnar Bjarnason. Ræðumenn voru Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson.