Að venju bjóða stéttarfélögin Þingeyingum og landsmönnum öllum upp á stórkostlega dagskrá 1. maí. Karlakórinn Hreimur, Lára Sóley, Hjalti, Lay Low og Raggi Bjarna verða á svæðinu. Dagskráin hefst kl. 14:00 og fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.