Húsavík lifandi um páskana

Ekki er annað vitað en að páskahátíðin hafi farið vel fram á Húsavík og menn hafi notið útiverunnar í botn.  Töluvert var um viðburði á s.s. leiksýningar á vegum Leikfélags Húsavíkur,  gönguskíðamót, dansleikir og þá var listamaðurinn Kári Sigurðsson með málverkasýningu í Safnahúsinu sem reyndar stendur yfir fram eftir þessari viku. Þá er mikið um að Húsvíkingar fái til sín gesti um hátíðarnar og þá hafa brottfluttir og nemendur sem stunda nám fjarri heimabyggð verið áberandi á götum bæjarins um páskana.  Blaðamaður síðunnar gerði sér ferð í Eyvíkurfjöru og tók myndirnar sem eru meðfylgjandi þessari frétt.

Heimsæturnar, Helga Bryndís og Agnes komu heim um páskana. Helga Bryndís býr og starfar í Reykjavík og Agnes í Osló. Vinkonurnar gerðu sér ferð í fjöruna eftir gott ball á Gamla-bauk kvöldinu áður.

Henry Örn Magnússon er hér með dóttir sinni að stífla læk, líkt og í gamla daga.

Sæþór Orri var í heimsókn hjá frændfólki á Húsavík og naut þess að leika sér við Brúsa sem var að viðra sig líkt og aðrir sem voru á ferðinni.

Ég stari á hafið.

Félagarnir Grétar og Ragnar fengu sér góða gönguverð um fjöruna.

 Lundey er alltaf falleg þrátt fyrir mismunandi veður á Skjálfanda.

Fjaran heillar.