Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af skemmtun og keppni. Fjölmargar keppnisgreinar eru í boði sem og önnur afþreying um mótshelgina og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ýmist til að keppa, fylgjast með eða forvitnast! Öllum er heimilt að taka þátt í keppni óháð því hvort þeir eru skráðir ungmennafélagar eða ekki. Skemmtidagskráin verður þétt alla helgina og m.a. haldin kvöldvökur og óvæntar uppákomur. Mikið er lagt upp úr að keppendur og gestir skemmti sér saman þessa helgi og fari heim með góðar minningar. Því eru allir hvattir til að koma til Húsavíkur og eiga skemmtilegar stundir í góðum félagsskap.
Nánari upplýsingar www.umfi.is

Það verður reyndar ekki keppt í fótbolta á landsmótinu í sumar, en Bjarni Hafþór sem hér er á fullu á Húsavíkurvelli er orðinn fimmtugur og því gjaldgengur á landsmótið velji hann að taka þátt sem og aðrir á hans aldri og rúmlega það.

.