Formaður Framsýnar gerði sér ferð til starfsmanna Skógræktarinnar í Vöglum í Fnjóskadal. Tilefnið var að fara yfir nýgerðan kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Fundurinn fór að sjálfsögðu vel fram. Atkvæðagreiðsla um samninginn er hafin og verður hún sameiginleg meðal starfsmanna ríkisins á landsvísu sem falla undir kjarasamninginn.
Farið yfir samninginn með starfsmönnum Skógræktarinnar á Vöglum í gærmorgun.
Gríðarlegur snjór er í Vaglaskógi eins og þessar myndir bera með sér og því eiga starfsmenn ekki auðvelt með að fara um skóginn. Að þeirra sögn hefur skógurinn farið frekar illa í vetur auk þess sem nokkur snjóflóð hafa fallið. Þá eru girðingar einnig illa farnar.