Atvinnurekendur-fræðslusjóðsgjald

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að skv. nýgerðum kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að hækkaði iðgjald í fræðslusjóðinn Landsmennt um 0,10% frá og með 1. janúar 2014.  Vegna þessa verður iðgjaldið til Landsmenntar 0,30% frá þeim tíma sem skila ber til viðkomandi stéttarfélags. Atvinnurekendur eru beðnir um að hafa þetta í huga við útreikning launa.

Framsýn