Félagsmenn stéttarfélaganna og makar sem hafa skráð sig í haustferð stéttarfélaganna til Færeyja 3. til 9. september eru boðaðir til fundar miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Á fundinum verður farið yfir ferðaáætlun og gerð grein fyrir staðfestingagjaldi og sýndar myndir úr fyrri ferðum.
Síðustu ferðir stéttarfélaganna til Færeyja hafa verið frábærar. Góður hópur frá félögunum mun fara til Færeyja í haust. Hér koma myndir úr ferðum stéttarfélaganna.