Fatapeningar hækkaðir

Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins og Starfsgreinasambandi Íslands náðu samkomulagi í gær um sérstaka hækkun á fatapeningum í fiskvinnslu. Hækkun fatapeninga hefur ekki verið í takt við verðlagsbreytingar á fötum, þess í stað hafa þeir tekið mið af launahækkunum. Starfsmenn í saltfisk- og skreiðavinnslu fá nú kr. 18.00 kr. pr. klukkustund, það er þar sem vinnufatnaður er ekki lagður til þeim að kostnaðarlausu.  Aðrir starfsmenn í fiskvinnu skulu fá 14.00 kr. pr. klukkustund, það er þar sem vinnufatnaður er ekki lagður til þeim að kostnaðarlausu.

Samið hefur verið um hækkun á fatapeningum í fiskvinnslu þar sem vinnufatnaður er ekki lagður til.