Boð á kynningarfund Virk

Virk – starfsendurhæfingarsjóður boðar til almenns kynningar- og ársfundar í Þingeyjarsýslum. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar Garðarsbraut 26 Húsavík, mánudaginn 7. apríl 2014, kl. 17:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfsemi og þjónustu Virk – starsendurhæfingarsjóðs á landsvísu og í Þingeyjarsýslum. 

Fundurinn er öllum opinn. 

Virk varð til í samstarfi aðila vinnumarkaðarins (stéttarfélögin og félög launagreiðenda). Verkefni Virk er að styðja einstaklinga með heilsubrest til virkni á vinnumarkaði, með starfsendurhæfingu, ráðgjöf, samvinnu m.a. við launagreiðendur og öðrum stuðningi. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Virk er hægt að nálgast á www.virk.is og hjá Ágústi Sigurði Óskarssyni ráðgjafa Virk á Húsavík.