Húfan sem hvarf fór á topp Kilimanjaro

Við fengum nýlega skemmtilega sögu af Framsýnarhúfu. Þannig er að einn ágætur maður fékk Framsýnarhúfu að gjöf. Hann var að sjálfsögðu ánægður með húfuna  enda hafa húfurnar reynst vel og verið vinsælar meðal félagsmanna og þeirra sem hafa áskotnast húfur.  Hér má lesa skilaboðin sem við fengum af húfunni sem hvarf:

„Sæll. Sendi þér hér myndir sem sýna hvað varð um fínu húfuna sem þú gafst mér í sumar. Tengdasonurinn „fékk hana lánaða“ þar sem hann var búinn að sannreyna hversu góð hún var og skellti sér með hana á topp Kilimanjaro. Á meðan leitaði ég dyrum og dyngjum af húfunni góðu. Sá svo hvað varð um hana þegar ég sá myndir af drengnum af toppnum. Fékk hana slitna til baka en efast um að nokkur eigi Framsýnarhúfu sem hefur farið eins hátt :). Bestu kveðjur“

Framsýnarhúfurnar eru vinsælar og fara víða.