Framhaldsnámskeið í vélgæslu

Verkmenntaskólinn á Akureyri og Þekkingarnet Þingeyinga munu bjóða upp á framhaldsnámskeið í vélgæslu ef næg þátttaka fæst. Þeir sem nú þegar hafa réttindi til að starfa sem vélaverðir á bátum upp að 12 metrum að lengd, fá að námi loknu réttindi til að starfa á bátum upp að 24 metrum að lengd. 

Fyrirkomulag:
Námskeiðið verður kennt í dreifnámsformi, 4 lotur og nemendur vinna verkefni þess á milli.
Loturnar verða síðdegis á föstudögum, frá kl 13:00 til 18:00 og laugardögum frá kl. 09:00 til 17:00.

Fyrstu tvær loturnar verða kenndar á Húsavík og síðari tvær á Akureyri þar sem verkleg kennsla mun fara fram við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Ekki er komin nákvæm tímasetning á loturnar en áætlað er að námskeiðinu ljúki fyrir sumarið.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Erlu Dögg, erladogg@hac.is – 464-5100.

Verkmenntaskólinn á Akureyri og Þekkingarnet Þingeyinga munu bjóða upp á framhaldsnámskeið í vélgæslu ef næg þátttaka fæst