Á ferð sinni um austursvæðið í gær komu fulltrúar Framsýnar við hjá fyrirtæki sem hóf störf á Kópaskeri á síðasta ári. Um er að ræða fyrirtækið JS-Seafood ehf. sem sérhæfir sig í niðurlagningu á lifur. Hráefnið kemur víða að. Að sögn starfsmanna gengur vel að framleiða en um tíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. Mest af framleiðslunni er flutt erlendis til Úkraínu.
Halldóra Gunnarsdóttir gæðastjóri hjá JS-Seafood er hér ásamt formanni Framsýnar að fræða hann um starfsemina.
Það var allt á fullu í gær við að sjóða niður nýja lifur í neitendapakkningar.