Fengu kynningu í hádeginu

Starfsmenn Silfurstjörnunnar fengu kynningu á sáttatillögu ríkissáttasemjara í hádeginu í gær þegar fulltrúar Framsýnar komu þar við og kynntu tillöguna auk þess að leyfa starfsmönnum að kjósa um sáttatillöguna.

Borðað og kosið um sáttatillögu ríkissáttasemjara.

Starfsmenn Framsýnar fóru víða í gær. Þeir byrjuðu á vinnustaðafundi í Silfurstjörnunni í hádeginu í gær og enduðu á því að koma aftur við í Silfurstjörnunni í gærkvöldi á leiðinni heim til Húsavíkur. Þar náðu þeir tali að Árna Jóni Kristjánssyni sem var að koma á næturvakt. Að sjálfsögðu rétti formaður Framsýnar Árna kjörseðil til að kjósa um sáttatillöguna.

Þessi fallegi köttur í Silfurstjörnunni hafði áhuga fyrir tösku formanns Framsýnar. Ekki fara sögur að því að kettir hafi átt aðild að Framsýn. Hins vegar fara sögur að því að greitt hafi verið félagsgjald af hryssu hér á árum áður til Verkakvennafélags Húsavíkur nú Framsýn-stéttarfélag.