Svona var umhorfs þegar formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var við Vaðlaheiðargöng í gærkvöldi. Mikil gufa og töluvert heitt vatn kom út úr göngunum. Það var Húsvíkingurinn, Þorgeir Baldursson ljósmyndari með meiru, sem tók þessa mynd í gærkvöldi og leyfir okkur að birta hana.
Menn velta því nú fyrir sér hvort hægt sé að setja upp ylströnd í Eyjafirði en heitt vatn fossar nú úr Vaðlaheiðargöngum niður í sjó. Rétt er að taka fram að þessi frétt byggir ekki á merkilegum heimildum en sagan segir að einn fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri hafi talað fyrir því að komið yrði upp ylströnd í Eyjafirði og nú er ekki annað að sjá en að sá veruleiki sé að verða að veruleika eða þannig.
Svona er svæðið í björtu. Myndir Þorgeir Baldursson.