Fundað með SA

Talsmenn Framsýnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara síðasta þriðjudag. Þar fóru þeir yfir niðurstöðuna úr atkvæðagreiðslunni um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem félagið átti aðild að. Innan Framsýnar var samningurinn kolfelldur eða með um 92% atkvæða.

Í máli talsmanna Framsýnar kom fram að mikil reiði hefði verið meðal félagsmanna með samninginn og skattkerfisbreytingar ríkistjórnarinnar. Á fundinum lögðu talsmenn Framsýnar einnig fram hugleiðingar um lausn kjaradeilunnar sem fulltrúar SA tóku við og ætluðu að skoða. Frekari viðræður aðila hafa ekki verið boðaðar en það er í höndum ríkissáttasemjara að leiða menn áfram til góðra verka fyrir verkafólk og atvinnulífið í landinu.

 Kristbjörg Sigurðardóttir fór ásamt formanni Framsýnar á fund sem ríkissáttasemjari stóð fyrir með fulltrúum Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins á þriðjudaginn.  Hér er hún að undirbúa sig fyrir fundinn í loftinu milli Húsavíkur og Reykjavíkur auk þess að kynna sér skrif um verkalýðsmál sem ekki eru öll á háu plani því miður.