Kvenfélagskonur klikka ekki

Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur fór fram síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Húsavík. Að venju var blótið glæsilegt og kvenfélagskonum til mikils sóma. Sérstaka athygli vakti kynning á dagatali sem kvenfélagskonur létu gera með myndum af léttklæddum glæsilegum félagskonum sem eru þær glæsilegustu í heimi. Ljósmyndirnar tók Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík. Dagatalið verður til sölu í Kaskó síðdegis á fimmtudag og föstudag í þessari viku.

Um er að ræða takmarkað upplag. Dagatalið kostar kr. 2500 en tekið er við frjálsum framlögum vilji menn greiða hærra verð fyrir dagatalið. Andvirðið fer til góðgerðamála í héraðinu enda hafa kvenfélagskonur verið duglegar í gegnum tíðina að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið. Heimasíðan skorar á fólk að eiga viðskipti við kvenfélagskonur. Það græða allir á því.

 Jóhanna Björnsdóttir kom í dag og færði formanni Framsýnar dagatal af glæsilegum konum sem allar eiga það sameinginlegt að vera í Kvenfélagi Húsavíkur.

Kvenfélagskonur á öllum aldri prýða dagatalið góða sem verður til sölu í þessari viku. Ljósmyndirnar tók sá mikli snillingur, Pétur Jónasson ljósmyndari,  sem rekið hefur ljósmyndastofu á Húsavík í rúmlega hálfa öld.