Þessar spurningar hafa verið algengar á þeim kynningarfundum sem stéttarfélögin hafa staðið fyrir. Af hverju skrifuðu menn undir þennan samning? Af hverju fá þeir lægst launuðu ekki skattalækkanir? Af hverju fer forseti ASÍ ekki frá? Af hverju féll Samninganefnd SGS frá kröfunni um 20.000 króna hækkun á lægstu laun? Þessar og reyndar fleiri spurningar komu fram á kynningarfundi í Reykjadal í gærkvöldi en fulltrúar Framsýnar fóru um Suður-Þingeyjarsýslu í gær með kynningarfundi.
Það þarf ekki að taka það fram að mikil reiði var á kynningarfundi Framsýnar um nýgerðan kjarasamning í Félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal í gær. Fundarstjórn var ekki auðvelt þar sem margir fundarmenn vildu komast að á sama tíma enda þeim verulega heitt í hamsi.
Hlustað á foramann Framsýnar fara yfir helstu ákvæði kjarasamningsins.