Verslunarmenn á kynningarfundi

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar stóð í gær fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem félagið á aðild að.

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, gerði grein fyrir samningnum og innihaldi hans. Hann fór einnig yfir yfirlýsingu ríkistjórnarinnar sem er meðfylgjandi samningnum. Í umræðum um samninginn kom fram óánægja með flest atriði samningsins. Jafnframt urðu heitar umræður um skattkerfisbreytingarnar þar sem lágtekjufólkið er skilið eftir en innan LÍV/Framsýnar er hópur fólks sem er með innan við 250.000 krónur á mánuði. Þessi hópur fær ekki skattkerfisbreytingar. Þá höfðu fundarmenn áhyggjur gjaldskrárhækkunum hjá ríki og sveitarfélögum og af þeim miklu hækkunum á vöru og þjónustu sem boðaðar hafa verið. Fundarmenn voru á því að forsendur kjarasamningsins væru þegar brostnar.

Fundarmenn höfðu stekrar skoðanir á kjarasamningnum. Hér er hluti þeirra að ræða málin á einu borðinu.