Átján starfsmenn frá Vísi og Reykfiski á Húsavík sitja þessa vikuna á 40 stunda fiskvinnslunámskeiði. Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er varða störf þeirra við fiskvinnslu s.s. gæðamál, markaðsmál, vinnuverndarmál, atvinnulífið og kjaramál. Formaður Framsýnar var með erindi eftir hádegið í dag um Atvinnulífið, launafólkið og fyrirtækin. Hér koma nokkrar myndir frá námskeiðinu í dag. Um þessar mundir stendur einnig yfir námskeið á Raufarhöfn. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá tveggja launaflokka hækkun.