Sjómenn undirbúa aðalfund

Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar kom saman til fundar í morgun til að undirbúa aðalfund deildarinnar sem haldin verður kl. 17:00 í dag. Stjórnin er klár með skýrslu stjórnar um starfsemina fyrir árið 2013 og drög að tveimur ályktunum um kjaramál og sjómannaafsláttinn. Þá verða kjaramál smábátasjómanna til umræðu og mótuð kröfugerð. Aðalfundir deildarinnar eru ávalt líflegir og skemmtilegir og standa oft yfir í nokkra klukkutíma. Reikna má með góðum fundi í dag.  Boðið verður upp á kaffi, tertur og svokallaðar léttar veitingar.

Sjómenn fara yfir málefni aðalfundarins sem haldinn verður síðar í dag.

Haukur Hauksson fer hér yfir málin enda ekki skoðunarlaus maður.