Allt á fullu í breytingum

Þessa dagana er unnið að breytingum á skrifstofuhúsnæði stéttarfélaganna. Trésmiðjan Val sér um lagfæringarnar sem þurfti að ráðast í vegna vatnstjóns sem varð fyrir nokkrum mánuðum. Í dag hefur hópur frá Völsungi unnið að því að rífa gamla dúkinn af gólfinu með miklum látum.  Reiknað er með að framkvæmdum ljúki um miðjan janúar. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa komið sér fyrir í fundarsal stéttarfélaganna þar sem þeir verða með aðstöðu meðan unnið er að lagfæringum.

Formaður Völsungs, Guðrún Kristinsdóttir, fór fyrir sínu fólki í dag.

Ingólfur var á svæðinu líka enda mikill Völsungur.

Svona, hættu þessu!!. Sveinn Freys var verklegur í dag.

Það er mikið verk að rífa upp gólfdúk.

Magnaðir; Hlynur, Bergur og Sindri.

Kiddi Eiðs og Svenni eru hér  að klára verkið eftir góða törn í dag.