Yfirlýsing frá VÞ

Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur heilshugar við bakið á þeim stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem skrifuðu ekki undir kjarasamning aðila vinnumarkaðarins. Að mati félagsins er nýgerður kjarasamningur ekki boðlegur verkafólki á lágmarkslaunum. Bæði hvað varðar launahækkanir og eins eru það mikil vonbrigði að stjórnvöld skyldu ekki sjá ástæðu til að lækka skatta á lágtekjufólki í stað þess nota svigrúmið til skattalækkana fyrir þá tekjuhærri.