Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin

Starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum gerðu sér ferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og færðu heimilismönnum í Skógarbrekku sem áður bar nafnið Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tertu í tilefni jólanna. Líkt og á Hvammi, sem einnig fékk tertu frá stéttarfélögunum, voru allir ánægðir með jólaglaðninginn frá félögunum.

 Vá!!!!!, Björk og Klára sem voru á vakt í Skógarbrekku leist vel á tertuna.

Steina Völundar var einnig á vakt. Hún var hress að vanda og greinilega farin að bíða eftir jólunum.