Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar óskaði nýlega eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæðinu varðandi það hvort áætlað væri í fjárhagsáætlun viðkomandi sveitarfélags að hækka gjaldskrár á íbúum fyrir árið 2014. Óskað var eftir svari við fyrirspurninni fyrir 6. desember en þá hefur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins verið kallað saman til fundar.
Framsýn hefur nú borist svar við erindi félagsins frá bæjarráði Norðurþings en félagið reiknar með endanlegu svari frá sveitarfélaginu eftir fund bæjarstjórnar í desember þar sem gjaldskrármál verða til umræðu, sé tekið mið af eftirfarandi svari Norðurþings til Framsýnar fyrir helgina.
„Við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014 er ekki gert ráð fyrir raunhækkun gjalda á veigamestu tekjustofnun sveitarfélagsins en endanleg ákvörðun verður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í desember.“
Ljóst er að margir bíða eftir svari við fyrirspurn Framsýnar til sveitarfélaga á félagssvæðinu um hvort til standi að auka álögur á íbúanna milli ára eða ekki. Norðurþing hefur svarað en beðið er eftir svari frá öðrum sveitarfélögum á svæðinu.