Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands mun koma saman í dag og fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Undirnefndir á vegum sambandsins hafa síðustu daga fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um sérmál hópa. Hér má sjá mynd sem tekin var á einum slíkum fundi á þriðjudaginn en þar má sjá starfshóp SGS sem fer yfir sérmál fiskvinnslufólks og starfsmanna í fiskeldi. Formaður Framsýnar leiðir þann hóp fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Ekki er ólíklegt að fundað verði nokkuð stíft um kjaramál á næstu dögum og vikum ekki síst þar sem kjarasamningar eru lausir um næstu mánaðamót.
Tekist á, Arnar Sigurmundsson fer hér yfir kröfur Starfsgreinasambands Íslands sem fulltrúar sambandsins höfðu áður lagt fram á öðrum fundi. Viðræður þokuðust aðeins áfram í gær og verður framhaldið á næstu dögum.